Hlynur með Íslandsmet í 3000 m hindrunarhlaupi graphic

Hlynur með Íslandsmet í 3000 m hindrunarhlaupi

26.05.2018 | höf: María Stefánsdóttir

Hlynur Andrésson úr ÍR hefur svo sannarlega verið á góðu skriði upp á síðkastið. Fyrir rúmum mánuði sló hann Íslandsmetið í 5 km hlaupi og í lok mars Íslandsmetið í 10 km hlaupi. Í morgun bárust þær ánægjulegu fréttir að hann hefði bætt við enn einni rós í hnappagatið með glæsilegu Íslandsmeti í 3000 m hingrunarhlaupi, 8:41.11 mín.

Hlynur, sem keppir fyrir Eastern Michigan háskóla, setti metið á úrtökumóti fyrir NCAA meistaramót bandarískra háskóla, sem fer fram í Eugene í Oregon í júni. Hlynur kom fjórði í mark og tryggði sig inn á mótið með þeim árangri.

 

 

 

X