Frábæru keilumóti lokið á WOW RIG 2018

Í gærkvöldi lauk keilumóti sem ÍR Keiludeild hélt á WOW RIG 2018. Úrslit mótsins fóru fram í beinni útsendingu á RÚV og má sjá útsendinguna á vef RÚV.

Daninn Jesper Agerbo sem m.a. varð Heimsmeistari einstaklinga 2016 sigraði Svíann Robert Anderson í úrslitum 2 – 1 og náði m.a. fullkomnum leik í úrslitarimmunni eða 300 stigum. Í undanúrslitum sigraði Jepser ÍR-inginn unga Hlyn Örn Ómarsson 2 – 0 en Hlynur var grátlega nálægt því að knýja fram oddaleik í viðureigninni við hann. Robert sigraði einn besta íslenska keilarann Arnar Davíð Jónsson úr KFR í undanúrslitum einnig 2 – 0.

Mótið fór afskaplega vel fram og hafa líklegast aldrei verið fleiri þátttakendur á því eins og nú í ár. Skorið var líka mjög hátt og komu fjórir fullkomnir leikir í mótinu í ár, einn á dag hjá mismunandi keilurum. Til að ná inn í 24 manna úrslit í ár þurfti að ná 224 í meðaltal í 6 leikja seríu sem keppendur þurftu að skila af sér í forkeppninni. Í fyrra þurfti 209 í meðaltal til að komast inn í top 24. Hæstu seríuna í ár náði Jesper Agerbo en hann spilaði 1.553 eða 258,8 í meðaltal. Efst kvenna í keppninni í ár varð Ástrós Pétursdóttir úr ÍR en hún endaði 28. sæti með 218,8 í meðaltal.

ÍR Keiludeild þakkar stuðningsaðilum mótsins kærlega fyrir stuðninginn sem var ómetanlegur. Þeir voru:

  • Brammer
  • Securitas
  • Touota
  • VHE
  • og auðvitað öllum opinberu stuðningsaðilum WOW – RIG 2018

Keiludeildin þakkar einnig keilurum sem tóku þátt í mótinu fyrir ánægjulega helgi og að sjálfsögðu öllum sjálfboðaliðunum sem komu að framkvæmd mótsins. Án þeirra væri þetta ekki hægt.

Þessi leikmenn náðu fullkomnum leik á mótinu í ár:

  • Gústaf Smári Björnsson KFR
  • Robert Anderson Team Pergamon Sweden/ÍR
  • Andrés Páll Júlíusson ÍR
  • Jepser Agerbo Team SAS Denmark

Nánari upplýsingar um mótið, skor, stöður o.fl. má nálgast hér.

Gústaf Smári Björnsson Keilufélagi Reykjavíkur
Gústaf Smári Björnsson Keilufélagi Reykjavíkur
Robert Anderson Svíþjóð
Robert Anderson Svíþjóð
Andrés Páll Júlíusson ÍR
Andrés Páll Júlíusson ÍR
Jesper Agerbo Danmörk
Jesper Agerbo Danmörk
X