Steindór Máni Björnsson Íslandsmeistari í opnum flokki pilta graphic

Steindór Máni Björnsson Íslandsmeistari í opnum flokki pilta

04.03.2018 | höf: Jóhann Ágúst

Um helgina fór fram Íslandsmót unglinga í keilu. Forkeppni var laugardag og sunnudag og stax eftir hana var leikið til úrslita í flokkum. Steindór Máni Björnsson úr ÍR varð bæði Íslandsmeistari í sínum flokki eða 1. flokki pilta og einnig Íslandsmeistari í opnum flokki pilta en þar keppa þrjú meðaltalshæstu ungmennin í hvorum flokki pilta og stúlkna. Önnur úrslit ÍR inga urðu þau að Sara Bryndís Sverrisdóttir varð í 3. sæti í opnum flokki stúlkna. Adam Geir Baldursson varð í 2. sæti í 2. flokki pilta. Dagmar Alda Leifsdóttir varð í 2. sæti í 2. flokki stúlkna. Hinrik Óli Gunnarsson varð í 3. sæti í 3. flokki pilta. ÍR stelpur röðuðu sér í öll efstu sætin í 3. flokki stúlkna en þar varð efst Alexandra Kristjánsdóttir en hún setti í dag Íslandsmet í einum leik stúlkna í viðkomandi flokki þegar hún náði 227. Sló hún þar með 15 ára gamallt met. Í 2. sæti varð Sara Bryndís Sverrissdóttir og í 3. sæti varð Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir. Tristan Máni Nínuson varð í 3. sæti í 4. flokki pilta. Ingimar Guðnason keppti síðan í 5. flokki pilta en allir þeir sem keppa í 5. flokki fá verðlaun fyrir þátttöku í samræmi við reglur og tilmæli ÍSÍ.

Alls kepptu 12 ungmenni frá ÍR á mótinu af 38 keppendum alls. Við óskum þeim öllum til hamingju með glæsilegan árangur á mótinu í ár.

X