Þrír ÍR-ingar valdir til þátttöku á NM í tugþraut

Tristan Freyr Jónsson

Keppendur Íslands á Norðurlandameistaramótinu í fjölþrautum voru valdir á dögunum en mótið fer fram 10. – 11. júní í Kuortane í Finnlandi. Fimm keppendur voru valdir þar af þrír ÍR-ingar. ÍR þjálfararnir Þráinn Hafsteinsson og Brynjar Gunnarsson eru þjálfarar og fararstjórar hópsins.

Kolbeinn Tómas Jónsson ÍR tugþraut 16-17 ára
Tristan Freyr Jónsson ÍR tugþraut 20-22 ára
Ísak Óli Traustason UMSS tugþraut 20-22 ára
Irma Gunnarsdóttir Breiðabliki sjöþraut 18-19 ára
Helga Margrét Haraldsdóttir ÍR sjöþraut 16-17 ára

Tristan hefur farið áður á þetta mót og náð frábærum árangri, til að mynda sigraði hann sinn flokk árið 2016 og náði 7261 stigum og lágmarki á HM ungmenna þar sem hann bætti um betur og náði 7468 stigum og hafnaði í 9. sæti.  Irma hefur einnig keppt áður en Helga Margrét og Kolbeinn Tómas eru að keppa á NM í fyrsta sinn og verður gríðarlega spennandi að sjá hvernig þeim tekst til bæði er snýr að sæti á NM en einnig hvort að lágmörk á Evrópumót nást hjá þessum flottu ungmennum.

X