Aníta með brons í Prag graphic

Aníta með brons í Prag

06.06.2017 | höf: Kristín Birna

Aníta Hinriks­dótt­ir vann til bronsverðlauna í 800m hlaupi á sterku móti sem haldið var í Prag nú nýlega.  Aníta hljóp á 2:01;17 en Olha Lyakhova frá Úkraínu vann hlaupið á tímanum 2:00,75 en Ysnesi Santiusti náði öðru sæti á tímanum 2:01,04

Stutt er síðan Aníta hljóp á sínum næst hraðasta tíma frá upphafi, 2:00,33mín, sem sýnir það í hversu sterku formi hún er. Við óskum Anítu til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast áfram með í sumar en Aníta er nú þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á HM sem fram fer í London í Ágúst.

X