Í gærkvöldi lauk úrslitakeppninni í 1. deild karla. Þar áttust við í 3. umferð úrslitanna ÍR KLS og KFR Lærlingar, tvö sigursælustu lið keilunnar á Íslandi. Fyrir viðureignina var það svo að ÍR KLS var með 17 stig gegn 11 og þurfti því 6 stig af 14 í lokaumferðinni. Það hafðist hjá þeim og sigruðu þeir rimmuna með 22 stigum gegn 20. Glæsilega gert hjá þeim þar. Var þetta í 11. sinn sem ÍR KLS verður Íslandsmeistari liða. Einstakur árangur það.
Hjá konum voru það ÍR TT sem kepptu við KFR Valkyrjur. Mikil spenna var þar í gangi og fyrir lokadaginn var hnífjafnt eða 14 stig gegn 14. ÍR TT byrjaði vel og sótti stigin en KFR Valkyrjur gáfust ekki upp og náðu loks titlinum með 23 stigurm gegn 19. Engu að síður vel gert hjá ÍR TT.
Með þessaru úrslitakeppni lauk formlega keppnistímabilinu 2016 til 2017. Framundan eru þó nokkrir umspilsleikir í 2. deild þar sem liðum í keilu er að fækka milli tímabila. ÍR á öll liðin sem taka þátt í þeim umspilsleikjum.