Einar Már Björnsson sigraði forkeppni AMF 2017 graphic

Einar Már Björnsson sigraði forkeppni AMF 2017

14.05.2017 | höf: Jóhann Ágúst

Núna um helgina lauk forkeppni Heimsbikarmóts AMF en 3. og síðasta umferðin var leikin auk úrslita. ÍR-ingurinn Einar Már Björnsson sigraði í úrslitum en hann lék við annan ÍR-ing hann Arnar Sæbergsson. Einar sigraði með 247 pinnum gegn 224. Stigahæst kvenna varð síðan Dagný Edda Þórisdóttir úr KFR en hún endaði í 5. sæti í úrslitum. Einar Már verður því fulltrúi Íslands á 53. AMF heimsbikarmótinu sem fram fer í Hermosillo í Maxíkó dagana 4. til 12. nóvember n.k. Dagný Edda tryggði sér einnig þátttökurétt á því móti.

Einar_Mar_Bjornsson_AMF_2017Eftir forkeppni úrslitakeppninnar í morgun var Arnar Sæbergsson úr ÍR í 4. sæti. Stefán Claessen úr ÍR og liðsfélagi Arnars í ÍR KLS endaði í 3. sæti. Björn Birgisson úr KFR varð í 2. sæti og Einar Már Björnsson úr ÍR varð í 1. sæti. Úrslitin fóru þannig fram að 4. og 3. sætið áttust fyrst við og sigraði Arnar þar í hörku leik 254 gegn 236. Arnar lék næst við Björn Birgis úr KFR og vann þann leik líka með 235 gegn 201. Arnar lék því til úrslita við Einar og eins og fyrr segir sigraði Einar Már úrslitaleikinn.

Nánar um stöðu í AMF mótinu má finna hér.

 

X