Úrslit á Íslandmóti liða hefjast graphic

Úrslit á Íslandmóti liða hefjast

07.05.2017 | höf: Jóhann Ágúst

Í kvöld kl. 19 hefst í Keiluhöllinni Egilshöll úrslit á Íslandsmóti liða. Keppt er bæði í karla- og kvennaflokki. Til úrslita hjá konum leika ÍR TT og KFR Valkyrjur en hjá körlum verða það ÍR KLS og KFR Lærlingar sem keppa. ÍR KLS er sigursælasta lið í keilu á íslandi með 10 Íslandasmeistaratitla en KFR Lærlingar koma fast á eftir með 8 titla. ÍR TT hafa þrisvar unnið titilinn og síðast 2013 en KFR Valkyrjur hafa 9 sinnum unnið titilinn, oftast kvennaliða.

Leikið er þannig að það lið sem fyrr nær 21,5 stigi vinnur titilinn og eru þrjár umferðir leiknar, í kvöld, annaðkvöld og svo á þriðjudagskvöldið en leikirnir hefjast allir kl. 19:00 Fyrir hverja umferð eru 14 sitig í boði svo hægt er að landa titilinum í tveim umferðum en það verður þó að teljast ólíklegt að það dugi í ár enda um feykisterk lið að ræða.

Aðgangur að Egilshöll er ókeypis.

Áfram ÍR

X