Í kjölfarið að frábærum árangri um síðustu helgi var Hlynur Andresson valinn frjálsíþróttamaður vikunnar í Mid-Ameríkuháskóladeildinni (Mid-American Conference). Hlynur setti glæsilegt Íslandsmet um síðustu helgi og náði með þeim árangri að komast í 19. sæti á bandaríska NCAA háskólalistanum það sem af er árinu. Þetta er mikill heiður enda úr mörgu glæsilegu frjálsíþróttafólki að velja á þessu svæði. Við óskum Hlyni innilega til hamingju með þessa tilnefningu. Lesa má betur um þetta á heimasíðu skólans