Undirritun samnings ÍR og borgarinnar 30. janúar 2017

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og Ingigerður Guðmundsdóttir, formaður ÍR, undirrituðu þann 30. janúar sl. samning um uppbyggingu og rekstur íþróttamannvirkja í Breiðholti.  Undirritunin fór fram í íþróttahúsinu við Austurberg.

 

Helstu atriði í samstarfi ÍR og Reykjavíkurborgar:

  • Framtíðarsýn ÍR og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu og rekstur íþróttamannvirkja í Breiðholti með fyrsta flokks þjónustu fyrir börn, unglinga og afreksfólk í huga.
  • Uppbygging á athafnasvæði ÍR í Mjódd:
    • Frjálsíþróttavöllur verður tekinn í notkun á næsta ári
    • Gervigrasvöllur verður lagaður í sumar
    • Þjónustuhús verður reist við frjálsíþróttavöll
    • Viðbygging – bætt félags- og búningsaðstaða við núverandi félagshús
    • Knatthús verður tekið í notkun í lok árs 2018
    • Íþrótta- og keppnishús með löglegum handknattleiks- og körfuboltavelli verður tekið í notkun í lok árs 2020
    • Deiliskipulag svæðisins í heild verður endurskoðað
    • Byggingu fimleikahúss verður lokið fyrir haustið 2023
  • ÍR annast áfram rekstur íþróttahúsa við Seljaskóla og Austurberg. Gerður verður langtíma leigu- og rekstrarsamningur.

 

 

X