Samningur ÍR og Reykjavíkurborgar samþykktur samhljóða graphic

Samningur ÍR og Reykjavíkurborgar samþykktur samhljóða

06.02.2017 | höf: Þráinn Hafsteinsson

Boðað var til sérstaks auka aðalfundar ÍR sem haldinn var 4. febrúar s.l. til að taka fyrir samning ÍR og Reykjavíkurborgar um rekstur og aðstöðuuppbyggingu fyrir félagið.  Fundurinn var vel sóttur með um 50 fundargestum og þar af 36 atkvæðisbærum fulltrúum frá öllum deildum félagsins, aðalstjórn og fyrrverandi formönnum aðalstjórnar félagsins.

Ingigerður Guðmundsdóttir formaður aðalstjórnar ÍR kynnti samninginn rækilega í upphafi fundar.  Almenn umræða fór svo fram um samninginn sem síðan var samþykktur með öllum greiddum atkvæðum fundarmanna, samhljóða.

Aðalstjórn ÍR heldur fund í kvöld, mánudagskvöld til að leggja línurnar varðandi áframhaldandi vinnu með Reykjavíkurborg um framkvæmd samninganna.

X