Nú um helgina fór fram Íslandsmót para 2018 í Egilshöll
Það voru 22 pör sem að hófu mótið á Laugardaginn 24.nóv kl 11:00
Er þetta met þátttaka í mótinu og var uppselt í mótið.
Það voru 13 pör sem að komu frá ÍR, 3 pör frá ÍA, og 4 frá KFR einnig komu 2 blönduð pör, annað var frá ÍR og KFR og hitt frá ÍR ogÞór.
Eftir Forkeppni voru það 8 pör sem að komust áfram í milliriðil. í þeim riðli voru það 4 pör frá ÍR, 3 pör frá KFR og 1 frá ÍA.
Þegar að forkeppni byrjaði var staðan:
1.sæti Einar már og Nanna Hólm ÍR 2261
2.sæti Böðvar og Magna Ýr KFR 2173
3.sæti Ástrós og Andrés ÍR 2159
4.sæti Anna Kristín og Hlynur Örn ÍR 2143
5.sæti Freyr Braga og Helga Sig KFR 2135
6.sæti Gunnar Þór og Bergþóra ÍR 2120
7.sæti Gústaf Smári og Katrín Fjóla KFR 2113
8.sæti Ágústa Kristín og Guðmundur Sig ÍA 2099
Eftir frábæra byrjun hjá Gústaf Smára og Katrínu Fjólu að þá náðu þau að spila sig upp í 2,sæti og náðu inn í úrslit.
Gústaf Smári (KFR) byrjaði daginn vel með að spila í fyrstu 3 leikjum 274, 269, 237 sem er 780 sería með 260 í meðaltal og 43 pinnum frá Íslandsmeti.
Einar Már og Nanna Hólm náðu að halda sínu sæti eftir milliriðil og mættu Gústaf Smára og Katrínu Fjólu í úrslitum þar sem að það kom ekki í ljós fyrr en í loka ramma í síðasta leik hver færi með sigur.
Þetta var úrslita rimma eins og allir vilja horfa á en engin vill keppa í.
Fyrir úrslit þurtu Nanna og Einar að vinna 2. leiki en Katrín og Gústaf þurtu 3.leiki
Nanna og Einar unnu leik eitt með 404 pinnum gegn 312
Katrín og Gústaf unnu leik tvö með 413 pinnum gegn 371
Kartrín og Gústaf unnu svo leik þrjú með 432 pinnum gegn 390
Nú var staðan orðin 2 – 2 og allt opið
Eftir æsispennandi lokaleik að þá náðu Nanna og Einar að vinna með 424pinnum gegn 356
Í ár var slegið met í þátttöku í mótinu og líka með mest spennandi úrslit sem að hafa sést undanfarið