Íslandsmeistarar unglinga í keilu 2023

Nú í dag lauk keppni á Íslandsmóti unglinga 2023 en mótið fór fram í dag og í gær með forkeppni og úrslitum.

ÍR-Keilarar náðu nokkrum Íslandsmeistaratitlum og má þar helst nefna að Olivia Clara Steinunn Lindén sigraði opna stúlknaflokkinn og er því Íslandsmeistari stúlkna 2023.

Forkeppni er leikin þannig að í 1. og 2. flokki eru leiknar tvær 6 leikja seríur en í 3. til 5. flokki eru leiknar tvær 4 leikja seríur. Að þeim loknum eru úrslit leikin í 1. til 3. flokkir en niðurstöður eftir forkeppni í 4. flokki standa og svo fá allir gullverðlaun í 5 flokki

Árangur ÍR-inga í flokkunum urðu eftirfarandi

Opinn flokkur stúlkna

1. sæti Olivia Clara Steinunn Lindén

1. flokkur stúlkna 17-18 ára

2. sæti Olivia Clara Steinunn Lindén

3. flokkur pilta 13-14 ára

3. sæti Viktor Snær Guðmundsson

3. flokkur stúlkna 13-14 ára

2. sæti Dagbjört Freyja Gígja

4. flokkur pilta 11-12 ára

Íslandsmeistari 4. flokks pilta Gottskálk Ryan Guðjónsson

4. flokkur stúlkna 11-12 ára

Íslandsmeistari 4. flokks stúlkna Bára Líf Gunnarsdóttir

5. flokkur pilta og stúlkna 10 ára og yngri

Davíð Júlíus Gígja

Jóhanna Pála Gígja

 

 

X