Páskamót ÍR-Keiludeildar 2023 graphic

Páskamót ÍR-Keiludeildar 2023

10.03.2023 | höf: Jóhann Ágúst

Sunnudaginn 26. mars heldur ÍR-Keiludeild árlega Páskamót sitt í Keiluhöllinni Egilshöll í samstarfi við SAMKAUP. Hefst mótið kl. 10:00 stundvíslega og verða leiknir 3 leikir, allir á sama brautarpari. Mótið er flokkaskipt og verður keppt í 4 flokkum, skipt eftir meðaltali KLÍ.

Páksaegg verða í verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki en auk þess fá 2 aukaverðalaun en þau verða veitt fyrir hæðstu seríu U18 pilts og stúlku utan verðlaunasætis. Allir fá þó glaðning sem koma í mótið.

Skráning í mótið fer fram hér og kostar 4.500,- krónur í það. Skráningu lýkur laugardaginn 25. mars kl. 14:00

* flokkur: 185 og yfir
A flokkur: 170 – 184
B flokkur: 150 – 169
C flokkur: upp að 149

Olíuburður verður ABT#2 – 40 fet – 9.55 ratio

Létt og skemmtilegt mót þar sem þú skapar stemminguna! Allir með.

 

X