Íþróttafélag Reykjavíkur

Einar Már Björnsson kemst áfram á Opna írska mótinu í keilu

Einar Már Björnsson úr ÍR er kominn áfram úr forkeppninni á Opna írska keilumótinu sem fram fer um þessa helgi í Dublin. Nokkrir íslenskir keppendur eru á mótinu og náði Einar lang besta árangri þeirra með því að spila 1.420 seríu eða 236,7 í meðaltal í 6 leikjum. Einar er því kominn áfram í 1. umferð niðurskurðarins en 54 efstu keilarar komast þangað. Sem stendur er Einar með 14. bestu seríuna í forkeppninni. Í kvöld byrja fyrstu keppendur í milliriðli að spila og má sjá útsendingu á vef móstsins en á morgun klárast milliriðlar í mótinu og því lýkur annaðkvöld. Fylgjast má með úrslitum og sjá beinar útsendingar frá því á vef móstins. Við flytjum fréttir af því hvernig Einari gengur á morgun.

Uppfært kl. 22:00

Einar Már er nokkuð öruggur áfram úr 1. umferð útsláttarkeppninnar en hann spilaði nú rétt áðan 722 í þrem leikjum: 223 – 268 – 231. Hann heldur því áfram keppni á morgun sunnudag kl. 10. Vel gert Einar Már.

X