WOW RIG 2018 keilumót ÍR graphic

WOW RIG 2018 keilumót ÍR

19.01.2018 | höf: Jóhann Ágúst

Framundan eru Reykajvíkurleikarnir en þeir fara nú fram í 11 sinn. Keiludeild ÍR hefur haldið mót sem hluta af RIG og er núna með í 10. skipti. Mótið fer fram dagana 1. til 4. febrúar og verða undanúrslit og útslit móstins í beinni útsendingu á aðalrás RÚV sunnudaginn 4. febrúar frá kl. 15:30 til 17.

Keiludeildin býður sterkum erlendum keppendum til mótsins. Þar má helst nefna Mattias Wetterberg frá Svíþjóð en hann er núverandi Evrópumeistari karla í keilu. Sigraði hann ECC 2017 sem fram fór í Vínarborg í október síðastliðnum. Wetterberg keppti á ECC mótinu 2014 sem fram fór hér í Egilshöll en að sögn er hann búinn að gleyma því eftir að hann vann mótið í fyrra. Það verður því gott fyrir hann að koma aftur til landsins og rifja upp hvernig þetta er allt hjá okkur.

Einnig kemur Jesper Agerbo frá Danmörku en Jesper átti ansi gott ár 2016 en þá varð hann Heims- og Evrópumeistari einstaklinga. HM mótið vann hann þegar það mót fór fram í Doha í Qatar og Evrópumótið sem fram fór í Brussel í Belgíu.

Auk þeirra koma Írinn Christopher Sloan en hann er kallaður Herra 300 enda náð vel yfir 30 fullkomnum leikjum í yfir 10 löndum. Hann kom á RIG mótið í fyrra og var rétt búinn að vera á landinu í nokkra klukkitíma þegar hann skellti í einn slíkan í forkeppninni. Svo er það Svíinn Pontus Anderson en hann er einn efnilegasti keilarinn þar í landi og hefur náð langt á öllum helstu mótum innan keilunnar s.l. tvö ár.

Allar nánari upplýsingar um mótið má finna hér á vef ÍR keilu.

X