Íþróttafélag Reykjavíkur

Flottur árangur á Fjörkálfamóti í kumite

 

Laugardaginn 2. Nóv 2019 fór fram Fjörkálfamót í kumite í Fylkisselinu. Mótið er hugsað sem gott tækifæri fyrir börnin til að stíga sín fyrstu skref í kumite. Á mótinu voru um 120 börn skráð frá ýmsum félögum og þar af voru 9 börn frá ÍR. Þau gáfu ekkert eftir og stóðu sig frábærlega.

Í yngri hópnum (börn fædd 2010 og 2011) voru 4 keppendur. Amelía Ösp, Óttar Hjalti og Hafsteinn voru í 1. sæti í sínum flokkum og Eiríkur Arnar í 2. sæti.

Í eldri hópnum (börn fædd 2008 og 2009) voru 5 keppendur. Dunja Dagný, Adam Óskar og Daren voru í 1. sæti í sínum flokkum og Oskar Adrian og Mia í 3. sæti.

Framtíðin er björt fyrir þetta unga afreksfólk og óskum við þeim til hamingju og áfram ÍR!

(Myndirnar tók Branka Aleksandarsdottir)

X