Undirbúningur fyrir ÍM barna og unglinga í kata 2019 er í fullum gangi. graphic

Undirbúningur fyrir ÍM barna og unglinga í kata 2019 er í fullum gangi.

14.04.2019 | höf: Hrafnhildur Úlfarsdóttir

Mikil tilhlökkun er í ungum karateiðkendum um þessar mundir enda fer að styttast í Íslandsmeistaramót barna og unglinga í kata 2019. Mótið verður haldið í Smáranum í umsjón karatedeildar Breiðabliks, dagana 4. og 5. maí næstkomandi. Skráningu lýkur 1. maí.

Iðkendur karatedeildar ÍR hafa tekið þátt í tveimur æfingamótum í kata sem eru liður í undirbúningi fyrir Íslandsmeistaramótið. Þann 31. mars s.l. var haldið æfingamót í kata í ÍR-heimilinu Skógarseli 12. Þangað mættu um 30 krakkar á aldrinum 5-12 ára frá karatedeildum ÍR og Víkings.

Í vikunni á eftir tóku iðkendur félaganna fyrsta beltapróf ársins  á æfingatíma.

Svokallað Fjörkálfamót í kata var haldið í Smáranum þann 13. apríl s.l. í umsjón karatefélaganna Þórshamars og Breiðabliks. Æfingamótið var mjög fjölmennt og mættu 135 keppendur til leiks frá 9 félögum. Keppendur frá karatedeild ÍR voru fjórir og unnu allir til verðlauna í sínum aldursflokki. Árangur þeirra má sjá hér:

1. sæti Dunja Dagný Minic

1. sæti Sóley Rós Sæmundsdóttir

1. sæti Jakub Kobiela

2. sæti Mía Duric

Myndir frá æfingamóti í ÍR-heimilinu.

Myndir: Branka Aleksandarsdóttir.

 

X