Íþróttafélag Reykjavíkur

Þrír félagsmenn hlutu heiðursviðurkenningu ÍR

Þrír einstaklingar sem lagt hafa félaginu lið með ómældri sjálfboðavinnu og stuðningi voru heiðraðir með silfurmerki og gullmerki ÍR á aðalfundi félagsins sem fram fór í gær, 2. júní í ÍR-heimilinu, Skógarseli. Þeim eru þökkuð frábær störf í þágu félagsins og þess jafnframt óskað að við getum notið krafta þeirra um ókomna tíð.

Guðni Ingi Pálsson, gjaldkeri Taekwondodeild og Sigurður Albert Ármannsson, stjórnarmaður í aðalstjórn, hlutu silfurmerki ÍR fyrir góð, öflug og uppbyggileg störf í þágu félagsins.

Jafnframt hlaut Stefán Valsson, stjórnarmaður í knattspyrnudeild, gullmerki ÍR fyrir langvarandi og vel unnin störf í þágu félagsins í áratug eða lengur.

 

X