Ingigerður Guðmundsdóttir var endurkjörin formaður ÍR á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær, 2. júní í ÍR-heimilinu.  Með henni í aðalstjórn félagsins voru kosin Sigurður Albert Ármannsson, Reynir Leví Guðmundsson, Arndís Ólafsdóttir, Rúnar Valdimarsson, Lísa Björg Ingvarsdóttir og Kristín Steinunn Birgisdóttir.  Tvær þær síðastnefndu koma nýjar inn í stjórn og konur því í meirihluta nú í aðalstjórnar.

Vegleg ársskýrsla var lögð fram á fundinum sem ber vott um öflugt starf deilda og aðalstjórnar félagsins.   Skráðum iðkendum í þeim tíu íþróttagreinum sem félagið býður upp á fjölgaði á milli ára um 60.

Samkvæmt framlögðum ársreikiningi var tap á rekstri aðalstjórnar og deilda árið 2018 en reksturinn hefur verið í jafnvægi undanfarin ár.  Tap af rekstri aðalstjórnar nam 423.011 kr. þar sem tekjur voru 145.256.943 kr. og gjöld 145.746.066 kr.  Ein deild af átta var rekin réttum megin við núllið og var heildartap aðalstjórnar og deilda samanlagt um 14 milljónir.

 

X