Sumarstörf hjá ÍR

ÍR auglýsir eftir öflugum einstaklingum í eftirtalin störf í sumar:

Skrifstofustarf:

Óskað er eftir einstaklingi 20 ára eða eldri í afleysingarstarf á skrifstofu ÍR í 6-7 vikur frá miðjum júní. Helstu verkefni eru símsvörun og upplýsingagjöf, aðstoð við skráningu iðkenda og innheimta.

Vallarstarfsmaður:
Óskað er eftir einstaklingi 20-25 ára til að vinna á vallarsvæði ÍR í 8 vikur frá miðjum júní. Helstu verkefni eru almenn umsjón vallarsvæðis, málun og merking valla, undirbúningur vallarsvæðis og ÍR-heimilis fyrir heimaleiki í knattspyrnu.

Vinnuskólaliðar:
Enn eru laus störf fyrir unglinga á vinnuskólaaldri(vinnuskólaliða) úr 9.-10. bekk. Helstu verkefni eru leiðbeinendastörf við sumarnámskeið ÍR og umhirða vallarsvæðis félagsins.

Nánari upplýsingar og móttaka umsókna:
Þráinn Hafsteinsson
Íþróttastjóri ÍR
Sími: 587-7080
Netfang: thrainn@ir.is

X