Körfuknattleiksdeild ÍR harmar aðkomu í búningsklefa Stjörnunnar eftir leik liðanna í gær. Af hálfu deildarinnar mun fara fram rannsókn á þessu atviki auk þess sem öryggismál verða tekin til endurskoðunar með það að markmiði að þetta endurtaki sig ekki.
Formaður KKD ÍR hefur átt í uppbyggilegum samskiptum við formann Stjörnunnar og KKÍ í dag.

Virðingarfyllst,
Stjórn Körfuknattleiksdeildar IR

X