Stefán Arnarson hefur verið ráðinn íþróttastjóri félagsins.

Stefán er með B.A- próf í tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands og hefur starfað innan íþróttahreyfingarinnar í yfir tvo áratugi.

Undanfarin ár hefur Stefán starfað sem íþróttastjóri hjá KR auk þess sem hann hefur verið farsæll þjálfari í handknattleik.

Stefán mun hefja störf þann 6. janúar næstkomandi og bjóðum við nýjan íþróttastjóra hjartanlega velkominn til starfa í þetta spennandi, fjölbreytta og skemmtilega starf fyrir okkur ÍR-inga.

 

Áfram ÍR!

X