Heiðursviðurkenningar ÍR-inga veittar þann 20. desember sl. graphic

Heiðursviðurkenningar ÍR-inga veittar þann 20. desember sl.

22.12.2021 | höf: ÍR

Þann 20. desember sl. voru veittar viðurkenningar fyrir sjálfboðastarf í þágu félagsins en hefð er fyrir því að veita verðlaunin einu sinni á ári.

Að þessu sinni voru veitt tólf silfurmerki ÍR, tvö gullmerki ÍR og einn stórkross heiðursfélaga ÍR.

Félagið er afar þakklátt þessum stórkostlegu ÍR-ingum sem hafa af óeigingirni og alúð lagt rækt við starfið á margvíslegan hátt í gegnum árin og áratugina.

Það er sannarlega ómetanlegt að eiga svo gott fólk í félaginu – Áfram ÍR!

Silfurmerki ÍR 2021

Inga Dís Karlsdóttir – Frjálsíþróttadeild
Magnús Sigurjónsson – Judodeild
Felix Woelflin – Judodeild
Matthías Pétur Einarsson – Knattspyrnudeild
Addý Ólafsdóttir – Knattspyrnudeild
Kristín Steinunn Birgisdóttir – Knattspyrnudeild
Atli Guðjónsson – Knattspyrnudeild
Matthías Imsland – Handknattleiksdeild
Guðný Inga Ófeigsdóttir – Handknattleiksdeild
Ólafur Haukur Hansen – Handknattleiksdeild
Ásdís Ásgeirsdóttir – Handknattleiksdeild
Kristín Ingimundardóttir – Handknattleiksdeild

Gullmerki ÍR 2021

Elín Freyja Eggertsdóttir  – Handknattleiksdeild
Jóhann Ásgrímsson – Aðalstjórn

Heiðursfélagi ÍR 2021

Haukur Loftsson – Handknattleiksdeild

 

Hér að neðan má sjá myndir af þeim sem höfðu tök á að veita verðlaununum viðtöku.
Vigfús Þorsteinsson, formaður aðalstjórnar sá um að afhenda verðlaunin.
Til hamingju ÍR-ingar!

X