ÍR með tilnefningar til Íþróttakonu og Íþróttakarls Reykjavíkur 2022

Fimmtudaginn 8. desember verða viðurkenningar veittar fyrir íþróttakonu, íþróttakarl og íþróttalið Reykjavíkur 2022.

Athöfnin verður í Ráðhúsinu í Reykjavík og hefst kl. 16:00.

Framkvæmdastjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur velur íþróttakarl, íþróttakonu og íþróttalið Reykjavíkur. Íþróttakarl og íþróttakona Reykjavíkur skulu vera íslenskir ríkisborgarar og hafa verið félagar í reykvísku íþróttafélagi á liðnu keppnistímabili.

Það er mikil ánægja að sjá að í ár eigum við 2 tilnefningar af 16.
Andrea Kolbeinsdóttir,  frjálsar
Guðni Valur Guðnason, frjálsar

Frábær árangur þetta!

 

Við sama tilefni hafa 3 góðir sjálfboðaliðar verið útnefndir sem “Sjálfboðaliði ársins” hjá ÍR og munu þau fá viðurkenningarvott frá Reykjavíkurborg.

  • Þráinn Hafsteinsson, frjálsar
  • Kristinn H. Gíslason, skíði
  • Kristín Aðalsteinsdóttir, handbolti

 

X