ÍR hýsir Norðurlandameistaramótið í fjölþrautum

Norðurlandameistaramótið í fjölþrautum fer fram helgina 15.-16. júní á ÍR vellinum í Skógarseli. Hátt í 50 keppendur frá Norðurlöndunum taka þátt. Upplýsingar um start lista og úrslit eru að finna á síðu mótsins sem má finna hér.

Birnir Vagn Finnsson (UFA) og Ísak Óli Traustason (UMSS) keppa í tugþraut karla. Besti árangur Birnirs er 6516 stig frá 10. maí síðastliðnum á NSIC T&F Outdoor Championships í Minnesota í Bandaríkjunum en besti árangur Ísaks er 7007 stig frá árinu 2019 á MÍ í fjölþrautum.

Brynja Rós Brynjarsdóttir (ÍR), Júlía Kristín Jóhannesdóttir (Breiðablik) og María Helga Högnadóttir (FH) keppa í sjöþraut stúlkna U20. Besti árangur Brynju er 4707 stig frá árinu 2023 á England Athletics Combined Event Champs, Júlía á best 4733 stig frá MÍ í þraut frá árinu 2022 en besti árangur Maríu er 4792 stig frá því í lok maí á þessu ári á Mangekamps Tribute i Greve í Danmörku.

Ísold Sævarsdóttir (FH) keppir í sjöþraut stúlkna U18. Besti árangur Ísoldar er 4357 frá árinu 2022 á Þrautarmóti FH og Breiðabliks og er það aldursflokkamet í 15 ára flokki.

Hjálmar Vilhelm Rúnarsson (HSK/Selfoss) og Thomas Ari Arnarsson (Ármann) keppa í tugþraut drengja U18. Besti árangur Hjálmars er 6025 stig frá því í lok maí á þessu ári á Vormóti HSK og Thomas á best 6144 stig einnig síðan í lok maí á þessu ári á Mangekamps Tribute í Greve í Danmörku.

Keppni hefst kl. 11:00 á laugardag og kl. 9:00 á sunnudag. Tímaseðil má finna hér.

Fjölmennum á völlinn og hvetjum okkar fólk áfram.

X