ÍR í Olís!
Handbolti, ÍR
11.05.2023 | höf: ÍR
Þá er frábæru umspili lokið með ótrúlegu gærkvöldi þar sem stelpurnar fóru á Selfoss og sigruðu hreinan úrslitaleik um að komast í Olís deildina. ÍR stelpur tóku öll völd á vellinum strax í upphafi og fóru með forskot inn í hálfleikinn, 14-18. Í síðari hálfleik stóðust þær svo áhlaup Selfyssinga og sigruðu að lokum 27-30.
Það var taumlaus gleði og miklar tilfinningar sem tóku yfir strax eftir leik eins og hægt er að sjá á meðfylgjandi myndum. Meistaraflokkur kvenna vill koma á framfæri miklum þökkum fyrir þann ótrúlega stuðning sem liðið fékk í umspilinu frá stuðningsmönnum. Í flestum leikjum voru húsin kjaftfull af ÍR-ingum sem létu vel í sér heyra og skipti það svo sannarlega sköpum.
Áfram ÍR
