Byrjendanámskeið hlaupahóps ÍR graphic

Byrjendanámskeið hlaupahóps ÍR

16.08.2022 | höf: ÍR

Langar þig til að byrja að hlaupa og vera í góðu félagsskap í leiðinni?

Þá er ÍR skokk kjörið fyrir þig!

Sex vikna námskeið hefst fimmtudaginn 1. september 2022. Hlaupið verður frá ÍR heimilinu við Skógarsel á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:30

Þjálfari er Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari og næringarfræðingur

 

Námskeiðið hentar byrjendum á öllum aldri og getustigi.   Skráning á Sportabler Sportabler | Vefverslun

 

Að námskeiðinu loknu er velkomið að halda æfingum áfram með ÍR skokk sem æfir alla mánudaga og miðvikudaga 17:30 með þjálfara.   Þátttaka fram að áramótum er innifalið í námskeiði

X