RIG International

ÍR átti fjölda keppenda á frjálsíþróttahluta RIG þann 4. febrúar en bestum árangri náðu Erna Sóley Gunnarsdóttir og Guðni Valur Guðnason sem sigruðu bæði í kúluvarpskeppni mótsins. Ólafía Þurý Kristinsdóttir sigraði í 800m stúlkna U16 en Bryndís María Jónsdóttir varð önnur í sama hlaupi. Í 400m hlaupi kvenna kom, sá og sigraði Eir Chang Hlésdóttir, hljóp á frábærum tíma og tryggði sér sæti á NM innanhúss. Ingibjörg Sigurðardóttir varð 3. og bætti sig einnig en þær fóru báðar undir 56 sek. ÍR átti 5 stúlkur í 400m en þær Helen Silfá Snorradóttir og Bryndís María Jónsdóttir hlupu einnig og bættu sig báðar. Í 200m kvenna varð Dóra Fríða Orradóttir í 3. sæti á bætingu og Kristín Blöndal kom skammt á hæla henni í 4. sæti. Freyja Nótt Andradóttir hlaut brons í 60m kvenna og Bryndís María Jónsdóttir sigraði 60m U16 á sínum besta tíma en hún keppti í 3 greinum á mótinu og bætti sig í þeim öllum! Gylfi Ingvar Gylfason sem nú keppir undir merkjum ÍR varð 2. Í 60m karla á flottum tíma. Kristján Viktor Kristinsson varð annar í kúluvarpi karla og Edera Meucci varð þriðja í 60m U16.

Úrslit má sjá hér http://mot.fri.is/MotFRI/SelectedCompetitionResults.aspx?Code=M-00001285

Til hamingju ÍR ingar

X