GK mót í stökkfimi graphic

GK mót í stökkfimi

08.02.2024 | höf: ÍR

GK mótið í stökkfimi yngri (13 ára og yngri) fer fram 10. febrúar í Ármannsheimilinu. ÍR stúlkur keppa þar í fyrsta sinn með nýjum liðsfélögum sínum úr Fylki en félögin ákváðu fyrir stuttu að senda sameiginlegt lið til keppni. Þær munu keppa sem ÍR/Fylkir og keppa í ÍR fatnaði. Í stökkfimi er keppt í dansi, á trampolíni og á fiber.

Þær sem keppa fyrir ÍR eru Katrín Hulda Tómasdóttir, Guðmunda Jónsdóttir, Júlía Wolkowicz og Viktorija Sudrabina Anisimova. Fylkis stúlkur eru þær Viktoría Lúkasardóttir Olsen, Stefanía Rúnarsdóttir, Angela Marisa Santos og Árdís Rún Viðarsdóttir.

Við óskum þeim góðs gengis í þeirra fyrstu keppni saman

X