Þessi mót voru færð yfir til Keilusambands Íslands 2020
Keiludeild ÍR hefur á undanförnum árum staðið fyrir úrtökumóti AMF World Cup á Íslandi. Sigurvegari forkeppninnar hér heima hvert ár vinnur sér inn ferð og keppnisrétt á Heimsbikarmóti einstaklinga AMF World Cup en mótið er haldið víðsvegar um heim á hverju ári. Sá einstaklingur af gagnstæðu kyni sem endar hæst ávinnur sér einni þátttökurétt á mótinu.
Hingað til hafa forkeppnirnar verið þrjár með úrslitakeppni í lokin. Einnig hefur keiludeild ÍR staðið síðan 2007 fyrir móti í tengslum við Reykjavík International Games (RIG) sem er þá 2. umferð í AMF hverju sinni.
Í RIG mótið hefur keiludeilin fengið sterka erlenda spilara til þátttöku. Leitast er við að fá keilara frá nágrannalöndum svo sem Skandinavíu og eða frá Bretlandseyjum. Sjá nánar á vef RIG.
Reglugerð um AMF mót 2016 – 2017
AMF forkeppnin 2018 til 2019 – Stigalisti
AMF forkeppnin 2017 til 2018 – Stigalisti