Afrekshópur ungmenna FRÍ hefur verið kynntur og hafa 8 íþróttamenn nú þegar náð lágmörkum inn í hópinn.
ÍR á þar 4 fulltrúa af 8 en hinir 4 eru frá FH.
Þeir ÍR-ingar sem náð hafa inn í hópinn eru
Arnar Logi Brynjarsson (2007) í 200m, hann er einnig með lágmark á EM U18 í 200m
Eir Chang Hlésdóttir (2007) í 200m, hún er einnig með lágmark á EM U18 í 200m
Elísabet Rut Rúnarsdóttir (2002) í sleggjukasti
Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir (2002) í sleggjukasti
Við óskum þeim til innilega til hamingju með árangurinn en hér má finna meiri upplýsingar um afrekshóp ungmenna FRÍ.
Þær Elísabet og Guðrún æfa báðar í Bandaríkjunum um þessar mundir og Arnar Logi á Írlandi en Arnar var meðal keppenda á MÍ 15-22 ára á dögunum og landaði þar þremur tiltlum, í 60m, 200m og 400m. Eir hefur byrjað keppnistímabilið hér heima af miklum krafti, sigraði í 60m, 200m og 400m og var í sigursveit ÍR í 4 x 200m boðhlaupi. Hún er á RIG lista FRÍ í 60m, 200m og 400m en listann má finna hér https://fri.is/motamal/rig/road-to-rig/
Fríða Rún Þórðardóttir
Formaður frjálsíþróttadeildar ÍR