Norðurlandameistaramótið í frjálsum íþróttum innanhúss graphic

Norðurlandameistaramótið í frjálsum íþróttum innanhúss

08.02.2024 | höf: ÍR

Norðurlandameistaramótið í frjálsum íþróttum innanhúss fer fram í Bærum í Noregi, sunnudaginn 11. febrúar. Ísland teflir fram sameiginlegu liði með Danmörku gegn liðum frá Finnlandi, Svíþjóð og Noregi. 7 íslenskir íþróttamenn keppa á mótinu og eru 2 frá ÍR. Það eru þær Eir Chang Hlésdóttir sem keppir í 400m og Erna Sóley Gunnarsdóttir sem keppir í kúluvarpi. Aðrir íþróttamenn eru Aníta Hinriksdóttir og Embla Margrét Hreimsdóttir báðar í FHog keppa í 1500m hlaupi, Birta María Haraldsdóttir FH í hástökki, Irma Gunnarsdóttir FH í langstökki, Bjarki Rúnar Kristinsson Breiðabliki í þrístökki og að lokum nýkrýndur Íslandsmethafi og RIG meistari Baldvin Þór Magnússon í 3000m.

Pétur Guðmundsson þjálfari Ernu Sóleyjar verður kastþjálfari ferðarinnar.

Heimasíðu mótsins má finna hér.

Við óskum þeim öllum góðs gengis og góðrar ferðar.

X