Haustæfingar frjálsíþróttadeildar ÍR hefjast 4. september.

Haustæfingar frjálsíþróttadeildar ÍR hefjast 4. september en æfingar fara fram í fjölnotahúsi í Skógarseli í Breiðholti og í Laugardalshöll.

Í frjálsum eru æfingar fjölbreytilegar og miða að því að auka hraða, styrk og þol en einnig að hafa gaman í góðra vina hópi. Í frjálsum situr enginn á bekknum og allir geta fundið sér grein við hæfi. Á veturna æfa flestir inni en einnig er stundum æft úti þegar veðrið er gott fyrst á haustin. Þeir sem vilja æfa lengri hlaup hlaupa bæði úti og inni allan ársins hring.

Æfingahóparnir hjá okkur skiptast í eftirfarandi flokka eftir skólaárgöngum. 1. – 4. bekkur, 5 . – 6. bekkur, og 7. – 8. bekkur. Hlaupahópur unglinga er starfræktur hjá deildinni og sér Gunnar Páll Jóakimsson um þjálfun hópsins. Frjálsíþróttadeildin er að sjálfsögðu þátttakandi í ÍR ungum (1. – 2. bekkur í Breiðholti), skráning í ÍR unga fer fram á https://www.sportabler.com/shop/breidholtskrakkar/ir

Fyrir þau allra yngstu (f. 2019, 2020, 2021) býður deildin upp á íþróttaskóla á laugardögum kl. 09:30-10:30 í Breiðholtsskóla þar sem boðið er upp á fjölbreytta og skemmtilega þjálfun miðaða að þessum aldurshópi. Þjálfari er Soffía Felixdóttir.

Unglingaflokkur er ætlaður ungmennum fædd 2007-2009, en eldri æfa að jafnaði hjá meistaraflokks-þjálfurum sem eru sérhæfðir í greinum frjálsíþrótta.

Fjöldi æfinga á viku og tímalengd æfinga er háð aldri en nánari upplýsingar má finna inni á www.ir.is/frjálsar en skráning í alla flokka fer fram í gegnum Sportabler og hefur verið opnað fyrir skráningu.

https://www.sportabler.com/shop/ir/frjalsar

Nánari upplýsingar má nálgast hjá Bjarna Antoni á netfangið bjarnianton98@gmail.com (Laugardalur 1. – 4. og 7. – 8. bekkur), Ástu Margréti á netfangið astameinars@gmail.com (Laugardalur 5. – 6. bekkur),  Reynir Zoega á netfangið reynirzg@gmail.com (Breiðholt 5. – 6. og 7.  –  8. bekkur), Gunnar Páll á netfangið gpj@simnet.is (Hlaupahópur Unglinga), Soffía (íþróttaskóli 2-4 ára) á netfangið felixdottir@gmail.com eða hjá Óðni á netfangið odinn@ir.is eða 661-8933.

X