Íþróttafélag Reykjavíkur

ÍR býður íbúum Breiðholts sem og öðrum gestum að heimsækja íþróttasvæði félagsins í Skógarseli milli kl. 12:00 og 14:00 laugardaginn 26.ágúst. Í boði er að skoða glæsilega íþróttaaðstöðu ÍR sem og taka þátt í ýmsum leikjum og þrautum. Deildir félagsins verða með kynningarstöðvar í Parkethöllinni þar sem hægt er að nálgast nánari upplýsingar um skráningu og æfingatöflur.

Þá mun frjálsíþróttadeild ÍR standa fyrir léttu móti á nýjum frjálsíþróttavelli ÍR.

Heitt verður á grillinu og boðið upp á pylsur og meðlæti. Á slaginu 14:00 hefst svo leikur,  ÍR-Einherji í 2.deild kvk í fótbolta og hvetjum við alla til að staldra við og horfa á leikinn.

Fjölmennum í Skógarselið og gleðjumst saman!

X