Gunnar Þór, Nanna Hólm og Valgerður Rún sigruðu Meistaramót ÍR í keilu

Í morgun fór fram Meistaramót ÍR í keilu en mótið er uppskeruhátíð keiludeildarinnar eftir líðandi keppnisvetur. Vel var mætt í mótið í ár og mikil og góð stemming meðal keilara.

Gunnar Þór Ásgeirsson sigraði í karlaflokki annað árið í röð og Nanna Hólm Davíðsdóttir vann kvennakeppnina. Það var síðan formaður keiludeildarinnar hún Valgerður Rún Benediktsdóttir sem vann forgjafarbikarinn og er hún önnur konan til þess að fá nafn sitt á bikarinn í sögu hans.

Gunnar Þór vann Daníel Inga Gottskálksson í úrslitunum með 192 pinnum gegn 168. Nanna Hólm vann Guðnýju Gunnarsdóttur með 193 pinnum gegn 162. Valgerður Rún sigraði sína viðureign með 264, með forgjöf, gegn Laufeyju Sigurðardóttur sem skoraði 210 með forgjöfinni.

Í 3. og 4. sæti í karlaflokki urðu þeir Tristan Máni Nínuson og Sigurbjörn Stefán Vilhjálmsson. Í 3. og 4. sæti í kvennaflokki urðu þær Linda Hrönn Magnúsdóttir og Geirdís Hanna Kristjánsdóttir. Í 3. og 4. sæti forgjafarflokksins urðu þau Karitas Róbertsdóttir og Hannes Jón Hannesson.

Að loknum úrslitum var komið að verðlaunaafhendingu og pizzaveislu. Í verðlaun voru að vanda farandbikarar og verðlaunaplattar auk þess sem góðir stuðningsaðilar lögðu til ýmis verðlaun og má þar þakka Niva á Íslandi, Ölgerð Egils Skallagrímssonar, Subway og fleirum.

Efstu 4 í kvennaflokknum í ár

 

 

 

 

 

Efstu 4 í forgjarfarflokknum í ár
X