Stefán Claessen og Linda Hrönn Magnúsdóttir í 2. sæti á Íslandsmóti para

Þau Stefán Claessen og Linda Hrönn Magnúsdóttir enduðu í 2. sæti á Íslandsmóti para sem lauk nú um helgina. Stefán og Linda sóttu á Björn og Hafdísi úr KFR en þau stóðu uppi sem Íslandsmeistarar. Áttust þau við í úrslitum og þurfu Stefán og Linda að sigra í þrem leikjum en viðureignin fór 2 – 2 sem nægði KFR. Leikirnir voru 366 gegn 385, 432 gegn 393 og svo tvegga pinna sigur 368 gegn 366 en síðasta leikinn unnu Björn og Hafdís 330 gegn 383. Glæsilegur árangur engu að síður hjá þeim Lindu og Stefáni.

X