Hafþór Harðarson hélt í langa keppnisferð en hann fór til Shanghai í Kína til að taka þátt í heimsbikarmóti einstaklinga, AMF World Cup. Hafþór öðlaðist þátttökurétt með því að sigra í AMF forkeppninni hér heima sem lauk í maí. Með í för var myndatökumaður (stelpa) frá SportTV.is og voru innslög sýnd í sjónvarpsfréttum RÚV á meðan mótinu stóð. Einnig má sjá innslögin á vef SportTV.is
Hafþóri gekk mjög vel fyrsta daginn og var í 10. sæti með rétt rúmlega 200 í meðaltal. Aðstæður í salnum voru mjög erfiðar að sögn Hafþórs og fóru næstu dagar ekki eins vel í kappann. Seig hægt og rólega á ógæfuhliðina. Endaði Hafþór síðan í 35. sæit.