ÍR dagurinn 27. ágúst
ÍR býður Íbúum Breiðholtsins sem og öðrum gestum að heimsækja íþróttasvæði félagsins í Skógarseli milli kl. 11:00 og 14:00. Fólki verður boðið að skoða þá glæsilegu aðstöðu sem komin er upp og fá kynningu á starfsemi félagsins. Deildir félagsins verða með kynningarstöðvar í Parkethöllinni þar sem fá má nánari upplýsingar og jafnvel spreyta sig á léttum þrautum og leikjum.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kemur kl. 12:00 og vígir nýrisna Parkethöll félagsin sem verður heimavöllur bæði handknattleiks- og körfuknattleiksdeilda félagsins.
Heitt verður á grillinu og fleira í boði sem kynnt verður þegar nær dregur. Fjölmennum í Skógarselið og gleðjumst saman!