ÍR fimleikar og parkour hefja senn haust æfingar og verða fyrstu æfingar vikuna 5.- 11. september en önninni líkur 11. desember á jólasýningu. Við gerum ráð fyrir æfingum í vetrarfríi fyrir þá sem geta og vilja.

Allar skráningar í hópana okkar; Krílahóp (3-5 ára), Grunnhóp (6-7 ára), Framhaldshóp (8 ára og eldri), Parkour (7-12 ára) og Keppnishóp fara fram í Sportabler kerfinu í gegnum þennan link. https://www.sportabler.com/shop/ir en þar birtist listi yfir allar æfingar á vegum ÍR

ÍR fimleikabolir fást í H Verslun Lynghálsi 13, 110 Reykjavík https://www.hverslun.is/konur/fatnadur/fimleikafatnadur-kvenna?filter-fimleikafelag=ir

Ekki er nauðsyn að eiga ÍR fimleikaboli nema þeir sem taka þátt í keppni á vegum ÍR. Þægilegur fatnaður og hárteygja í sítt hár er allt sem þarf.

Ef einhverjar spurningar vakna vinsamlegast hafið samband í netfangið frida@heilsutorg.is eða 898-8798, eða ef illa gengur að skrá þá er um að gera að hafa samband við ÍR heimilið og fá aðstoð.

27.8 verður ÍR dagurinn haldinn og þá verða allar íþróttir sem iðkaðar eru innan ÍR kynntar, þar verður einnig boðið upp á að fá aðstoð við skráningu.

Kær kveðja og hlökkum til annarinnar með ykkur

Fríða Rún, Elvira, Sigríður, Rúnar og Robert

X