Vormót ÍR fór fram á nýjum og glæsilegum frjálsíþróttavelli ÍR í Skógarseli.
Mótið var vígslumót valarins. veðrið lék við keppendur, starfsmenn og gesti.
Borgarstjóri vígði völlinn ásamt fleyrum og klipptu ungir ÍR ingar á borða af því tilefni.
Þátttaka á mótinu var góð og náðist góður árangur í ýmsum greinum. Þar má nefna t.d kringlukast karla þar sem ÍR ingurinn Guðni Valur Guðnason keppti við tvo heimsklassa Bandaríkjamenn. Guðni náði öðru sæti af sjö keppendum með kasti upp á 61,97m rétt á eftir Sam Mattis sem kastaði 63,47m. Líka náðist mjög góður árangur í 100m hlaupi karla þar sem Kolbeinn Höður Gunnarsson hljóp á tímanum 10.64sek.
Margir ungir og efnilegir keppendur náðu flottum árangri á mótinu og létu allir mjög vel af nýja Vellinum og aðstöðuni. í heildina heppnaðist mótið mjög vel