Keiludeild ÍR bíður upp á hálfs dags keilu- og leikjanámskeið í sumar fyrir börn á aldrinum 8-12 ára.
Á námskeiðunum fá börnin að kynnast undirstöðuatriðum keiluíþróttarinnar en jafnframt er lögð mikil áhersla á útiveru, leiki og hópefli. Námskeiðin fara fram í Keiluhöllinni Egilshöll í Grafarvogi og á útivistarsvæðum í nágrenninu.
Öll námskeiðin fara fram kl: 9-12 en boðið er upp á rólega stund fyrir þá sem vilja frá 8:30.
Börnin þurfa að koma með nesti fyrir morgunkaffi og klædd eftir veðri.
Verð fyrir 5 daga námskeið er 15.000 kr.
Skráning fer fram í Sportabler og er hægt að nálgast hér
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda tölvupóst á keila@ir.is
Dagsetningar sem að eru í boði:
Námskeið 1 (3 dagar) 14. Jun – 16. Jun
Námskeið 2 20. Jun – 24. Jun
Námskeið 3 27. Jun -01. Jul
Námskeið 4 04. Jul – 08. Jul
Námskeið 5 11. Jul – 15. Jul
Námskeið 6 18. Jul – 22. Jul
Námskeið 7 25. Jul – 29. Jul
Námskeið 8 (4 dagar) 02. Aug-05. Aug
Námskeið 9 08. Aug – 12. Aug
Námskeið 10 15. Aug – 19. Aug