Íþróttafélag Reykjavíkur

ÍR ungmenni keppa á HM U21 liða í Svíþjóð

Þessa dagana fer fram HM U21 liða í Helsingborg Svíþjóð og sendi Ísland lið pilta og stúlkna á mótið. Hvort lið skipar 4 leikmönnum og eru 3 ÍR stelpur í íslenska liðinu og 1 ÍR strákur í strákaliðinu. Keppt er í einstaklings-, tvímennings- og liðakeppni og gerðu íslensku strákarnir sér lítið fyrir og komu sér í 16 liða úrslit liðakeppninnar í gær. Þessa stundina eru stelpurnar að keppa en alls eru 19 lið í stúlknaflokki og fara 16 áfram.

ÍR keppendurnir eru:

  • Alexandra Kristjánsdóttir
  • Elva Rós Hannesdóttir
  • Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir
  • Hinrik Óli Gunnarsson

Hægt er að nálgast upplýsingar um mótið á vefsíðu þess svo sem sjá stöður í mótinu, sjá streymi og fleira.

X