Góður árangur ÍR-inga
ÍR-ingar hafa staðið sig með sóma á erlendum mótum þar sem af er maí.
Dagbjartur Daði Jónsson varð 12.maí svæðismeistari SEC (Southeastern Conference) í spjótkasti með kasti upp á 76,39 metra en Dagbjartur á 76,78 metra lengst í ár.
Með þessum sigri skráði Dagbjartur sig í sögu Missisippi State því hann sigraði einnig í fyrra og varð því aðeins annar spjótkastarinn til þess að sigra tvö ár í röð en Anderson Peters náði því árin 2018 og 2019.
Guðni Valur Guðnason sigraði á kastmóti í Svíþjóð þann 14.maí með kast upp á 60,39 metra. Í öðru sæti var Norðmaðurinn Sven Martin Skagestad með kast upp á 56,68 metra. Í þriðja sæti var Svíinn Jussi Kiviniemi með 48,75 metra.
Erna Sóley Gunnarsdóttir varð þann 15.maí svæðismeistari C-Usa (Conference USA) í kúluvarpi. Hún kastaði lengst 17,15 metra og sigraði keppnina með miklum yfirburðum.
Thelma Lind Kristjánsdóttir keppti á svæðismeistaramóti ACC (Atlantic Coast Conference) í kringlukasti. Hún kastaði lengst 51,43 metra og hafnaði í 6 sæti.