5.fl kvenna ÍR tók þátt á TM mótinum sem haldið er í Vestmannaeyjum ár hvert.
ÍR sendi yfir 30 stelpur í 3 liðum á mótið og var spilað frá fimmtudegi fram til laugardags. Liðin stóðu sig gríðarlega vel og náðu öll liðin upp flottu spili og var liðsheildin til fyrirmyndar.
Á föstudeginum fór fram leikur Pressuliðs og Landsliðsins á Hásteinsvelli og keppti hún Margrét Björt Magnúsdóttir fyrir hönd ÍR í leiknum. ÍR ingar fylltu nær fjórðung stúkunnar á leiknum og var stuðningurinn og samheldnin í hópnum til fyrirmyndar.
ÍR 1 keppti um Bergsbikarinn gegn Breiðablik á laugardeginum og endaði í 2.sæti eftir hetjulega baráttu. ÍR 1 hafði ekki fengið á sig mark frá fyrsta degi mótsins og því haldið hreinu 6 leiki í röð áður en að kom að úrslitaleiknum.
ÍR 2 keppti gegn Fram um stígandabikarinn og bar sigur af hólmi eftir að hafa farið taplaust í gegnum 5 leiki í röð á mótinu. Verðskuldaður sigur og fóru ÍR-ingar heim með bikarinn í ár.
ÍR 3. Vann öflugan 1-0 sigur gegn ÍBV í lokaleik dagsins þar sem markvörður ÍR bjargaði á marklínu á síðustu sekúndum leiksins. ÍR 3 vann alla sína leiki 3-0 á föstudeginum og spilaði frábæran fótbolta.
Í heildina var mótið í ár vel heppnað að öllu leiti og voru þjálfara 5.fl kvenna ÍR mjög stoltir af stelpunum eftir mótið. Framtíðin er því björt í breiðholtinu og má segja að spennandi tímar séu fram undan.
Mynd 1: Margrét Björt spilaði fyrir hönd ÍR inga í Landsliðs-Pressuliðs leiknum sem fram fór á Hásteinsvelli.
Mynd 2: ÍR stelpur fóru í bátsferð.
Mynd 3: Liðsmynd ÍR 3
Mynd 4: Liðsmynd ÍR 1
Mynd 5: Natalía bjargar á marklínu á síðustu sekúndum leiksins og tryggir sigur gegn ÍBV.
Mynd 6: Lið ÍR 2 Vann Stígandabikarinn