Nýir leikmenn í kvennaliðið
Þær frábæru fréttir berast úr ÍR-heimilinu að nú á föstudaginn var gengið frá félagaskiptum tveggja leikmanna fyrir baráttuna í 2.deild kvenna sem fer nú að hefjast.
Fyrsta ber að telja efnilegasti leikmaður liðsins árið 2019, Anja Ísis Brown. Við þekkjum Önju býsna vel eftir frábærar frammistöður í fyrrasumar þegar hún kom á láni frá uppeldisfélagi sínu Gróttu. Hún lék 14 leiki í fyrrasumar í Mjóddinni og skoraði 1 mark en hefur í heildina leikið alls 43 leiki í mótum KSÍ þrátt fyrir að vera aðeins á nítjanda aldursári.
Þórey Sif Hrafnsdóttir kemur til liðsins frá Álftanesi eftir að hafa leikið þar síðustu 2 ár í eftir að hún yfirgaf uppeldisfélag sitt FH sumarið 2019. Þórey lék 12 leiki fyrir Álftanes á tveimur árum og hefur nú ákveðið að öðlast.
Berti var kátur!
“Þetta eru frábærar fréttir enda lék Anja lykilhlutverk hjá stelpunum í fyrra auk þess að falla vel inn í hópinn. Hún fellur algerlega inn í okkar hugmyndafræði og er í hörku standi, algerlega tilbúin að hefja aftur þar sem hún stoppaði síðasta haust.”