ÍR og Þróttur í samstarf um 2. flokk kvenna graphic

ÍR og Þróttur í samstarf um 2. flokk kvenna

21.04.2021 | höf: ÍR

Gengið hefur verið frá samstarfi ÍR og Þróttar í 2.flokki kvenna sumarið 2021.
Með samkomulaginu verður ljóst að félögin, ásamt dótturfélagi Þróttar – SR -, munu leika í Íslandsmótinu og bikarkeppninni í samstarfsliði.
Knattspyrnudeild ÍR er ákaflega ánægð með samstarfið við vini okkar úr Laugardalnum enda fæst með því frábært tækifæri fyrir dætur Breiðholtsins að öðlast leikreynslu á mikilvægum tíma á þeirra knattspyrnuferli. Formaður Maggi var enda kátur:
“Við höfum verið í sambandi við Þróttara nú um nokkurt skeið og alveg einstaklega ánægjulegt að samstarfslið sé nú orðið staðfest. Uppöldu ÍR stelpurnar hafa fengið mörg erfið verkefni í fangið undanfarin ár og leyst þau með prýði en við höfum lengi horft til þess að gefa þeim fleiri tækifæri til að spila leiki og þá helst gegn jafnöldrum. Við erum handviss um það að á þessum stelpum meðal annarra byggist framtíð kvennastarfsins í Breiðholti og þetta sumar verður þeim einstaklega lærdómsríkt.
Liðið verður að mestu undir stjórn yfirþjálfara Þróttar, hans Nik Chamberlain, en fulltrúi ÍR í starfinu verður drottningin Helga Dagný Bjarnadóttir sem þekkir stelpurnar vel eftir að hafa þjálfað þær um langt skeið í yngri flokkunum. Sannarlega góðar fréttir og sérstakar þakkir til Þróttara fyrir þeirra samstarfsvilja!”
Stelpurnar munu hittast reglulega yfir sumarið á samæfingum og munu leika fyrsta leikinn saman nú um helgina, sá er æfingaleikur en Íslandsmót flokksins hefst í fyrstu viku maí.
#hvítbláahjartað
X