Þau ánægjulegu tíðindi getum við nú flutt að Guðrún Ósk Tryggvadóttir ritaði nú nýverið undir þriggja ára samning við ÍR.
Guðrún er þrátt fyrir að verða aðeins 27 ára gömul á þessu ári mikill reynslubolti hjá uppeldisfélagi sínu, hún lék fyrstu leiki sína 16 ára gömul og hefur í dag alls leikið 159 leiki í deild og bikar fyrir ÍR og skorað í þeim 13 mörk.
Margrét Sveinsdóttir þjálfari var kampakát við undirritunina. “Allir ÍR-ingar vita fyrir hvað Guðrún stendur, hún leggur sig alltaf meira en 100% fram fyrir félagið og skilur allt eftir á vellinum. Hún hefur leikið ólíkar stöður í gegnum sinn feril enda getur hún leyst ólík hlutverk. Við sjáum hana sem lykilmanneskju hjá okkur í sumar og til framtíðar enda fengið að spila með mér í gegnum tíðina og pottþétt lært mikið af því” sagði Magga brosandi.
Formaðurinn skrifaði glaður undir!
“Guðrún er svo sannarlega með stórt hvítblátt hjarta og hefur gengið með félaginu í gegnum súrt og sætt. Það skiptir okkur ótrúlega miklu máli að hafa hana með okkur áfram í liðinu, hún er mikil fyrirmynd fyrir okkar ungu stelpur og á svo sannarlega ennþá mikið að gefa, nú þegar hún fer að komast í 200 leikja klúbbinn bráðum. Frábærar fréttir!”