ÍR-ingarnir Elísabet Rut Rúnarsdóttir og Erna Sóley Gunnarsdóttir settu á dögunum sitt íslandsmetið hvor!
Elísabet Rut setti nýtt Íslandsmet í sleggjukasti kvenna á vetrakastmóti í Laugardalnum þann 2. apríl sl.
Með þessu kasti er hún komin með lágmark á HM U20, EM U20 og EM U23.
„Það var mjög góður fílingur en ég var samt ekki með neinar svakalega væntingar fyrir fyrsta mót. Markmiðið var aðallega að ná lágmörkum fyrir mótin í sumar og sjá svo bara hvað kæmi. Það sem er næst á dagskrá er bara að æfa meira og svo verða stóru mótin eins og HM u20 vonandi bara í sumar svo maður geti keppt þar“ sagði Elísabet í samtali við FRÍ.
Þá setti Erna Sóley nýtt íslandsmet í kúluvarpi kvenna þegar hún kastaði 16,72 metra þann 11. apríl sl. Fyrra metið átti spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir (16,53m).