Hlé gert á íþróttastarfi ÍR að undanskildu afreksstarfi til og með 14. apríl nk.

 

Í ljósi nýrra tíðinda frá stjórnvöldum sem bárust okkur nú í dag verður allt íþróttastarf sett í hlé til og með 14. apríl nk.

Hlé verður gert á starfsemi ÍR að undanskildu afreksstarfi í einstakra deilda í samræmi við tilmæli ÍSÍ.
Á þetta við um meistaraflokka og afreksíþróttafólk á menntaskólaaldri.

Öll íþróttahús félagsins verða jafnframt lokuð á meðan á hléinu stendur.

Skrifstofa félagsins verður áfram starfandi og geta félagsmenn og foreldrar/forráðamenn haft samband í síma eða tölvupósti eins og vanalega.

Þrátt fyrir að hlé verði gert á formlegu starfi félagsins hvetjum við alla ÍR-inga til að halda áfram að sinna andlegri og líkamlegri heilsu með fjölbreyttum hætti!

Jafnframt biðlum við til fólks að fara varlega og sinna persónulegum sóttvörnum eftir fremsta megni.

Áfram ÍR!

X